Fræðirit

Rit um jarðelda á Íslandi

Rit um jarðelda á Íslandi eftir Markús bónda Loptsson í Hjörleifshöfða kom fyrst fyrir almenningssjónir árið 1880.  Þótti það tímamótaverk á þeim tíma og náði mikilli hylli út um allt land, enda sniðið að þörfum alþýðufólks og einstaklega vel og skemmtilega skrifað.  Ritið var svo endurútgefið af syni Markúsar árið 1930 með viðaukum og nýju efni. Hér er þó einungis fyrri bókin frá 1880.  Uppistaðan í bókinni eru frásagnir af Kötluhlaupum og Heklugosum frá því að land byggðist og fram til 1880.  Er hér um stórmerka heimild að ræða og hreint með ólíkindum hvað höfundi hefur tekist að safna saman miklum upplýsingum og skapa úr þeim heildstætt verk.   Rétt er að taka fram að fáu hefur verið breytt frá upprunalegri útgáfu og er stafsetningin t.a.m. sú sama og þá. 


HÖFUNDUR:
Markús Loptsson
ÚTGEFIÐ:
2013
BLAÐSÍÐUR:
bls. 142

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...